Björgun úr Bryggjuhverfinu

Contact the author of the petition

Undirskriftasöfnun er lokið - næstu skref

2013-10-14 13:26:42

Ágætu nágrannar,

 

Stjórn Bryggjuráðs og íbúar í hverfinu gengu á fund borgarstjóra, Jóns Gnarr og borgarfulltrúanna Dags B. Eggertssonar, Hjálmars Sveinssonar og Kjartans Magnússonar, fyrr í dag og afhentu þeim undirskriftalistann, með nöfnum 349 íbúa hverfisins, sem gerir 66,3% eða tvo þriðju. Til viðbótar skráðu sig 19 manns sem eru skráð annarsstaðar eða gáfu ekki upp heimili. Með því lauk þessari undirskriftasöfnun. Ég vil nota tækifærið til að þakka ykkur sem skrifuðuð undir fyrir þátttökuna. Borgarstjóri og borgarfulltrúar lýstu góðum vilja að leysa málið.

 

Næsta skref er að haldinn verður íbúafundur með Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa, til að fara yfir stöðu skipulagsmála í hverfinu, t.d. höfnina, Björgun og nýjar byggingalóðir. Fundurinn verður haldinn kl. 17:00 á fimmtudaginn 17. október á Gylfaflöt 5 í Grafarvogi. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna og fylgja eftir kröfu okkar um flutning á starfsemi Björgunar út úr hverfinu.

 

Íbúasamtök Bryggjuhverfis eru með síðu á Facebook og eru íbúar hverfisins einnig hvattir til að setja Like á hana til að geta fengið fréttir sem viðkoma hverfinu okkar.

 

Nú fer kosningavetur í borginni í hönd og við þurfum að nýta okkur tíman vel til að hafa sem mest áhrif á gang mála hvað okkar helstu hagsmunamál varðar. Of lengi höfum við látið velvilja og skilning í garð fyrirtækisins ráða för og með þolinmæði umborið þetta þreytandi ástand. En nú er nóg komið og við munum ekki láta af okkar þrýstingi fyrr en fyrirtækið er komið á nýja stað sem hæfir starfsemi þess. Það á einfaldlega ekki heima í íbúabyggð og síðan er það allt niður að drepa í hverfinu.

 

Í morgun hvöttum við borgarstjóra og borgarfulltrúa til að ná samningum við fyrirtækið sem fyrst og veita því lengri tíma í Sundahöfn ef það er það sem þarf til að fá það til að flytja með góðu. Auðvitað er það affarsælast að leysa málin þannig að allir geta unað við sitt. En eitthvað verður að gefa eftir, því við munum ekki una núverandi ástandi lengur.  Eftir meira en áratug er mælirinn orðinn fullur.

 

Að lokum, hvet ykkur til að setja Like á síðu Íbúasamtaka Bryggjuhverfisins á Facebook og mæta á íbúafundinn á fimmtudaginn kemur!

 

Bestu kveðjur,

 


Þorsteinn Þorgeirsson

Síðasta helgi undirskriftasöfnunarinnar er runnin upp!

2013-10-05 16:25:12

Ágætu nágrannar,


Síðasta helgin í þessu átaki er runnin upp. Nú þegar hafa 260 íbúar skrifað undir, eða 49% þeirra sem eru á skrá ja.is. Markmiðið er að 340 íbúar, eða 66%, skrifi undir, sem yrði afgerandi meirihluti. Ég víl því biðja um að þið gefið ykkur tíma þessa helgi til að ræða við nágranna ykkar og hvetja þau til að skrifa undir ef þau hafa ekki gert það nú þegar. Vel heppnuð undirskriftasöfnun er mikilvægt vopn í baráttu okkar allra að losna við Björgun úr hverfinu.

 

Koma svo!


Þorsteinn Þorgeirsson

Breiðum út boðskapinn

2013-09-28 20:26:17

Ágætu nágrannar,

 

Nú hafa um 100 íbúar Bryggjuhverfisins skrifað undir áskorunina til borgaryfirvalda að fyrirtækið Björgun verði flutt um set til að hverfið fái að þróast og dafna. Takk fyrir það!

http://www.petitions24.com/bjorgun_ur_bryggjuhverfinu

 

En betur má ef duga skal. Fjöldi íbúa hverfisins hleypur á mörgum hundruðum og erfitt er að ná til allra. Til að ná til sem flestra væri hjálplegt ef þið létuð aðra íbúa hverfisins, t.d. þá sem þið þekkið eða rekist á, vita af þessari undirskriftasöfnun og mikilvægi þess að sem flestir skrifi undir. Tíminn til að láta heyra í okkur er núna þegar við höfum borgarstjórnarmeirihluta sem vill hjálpa okkur að losna við þessa sjónmengun og drullu sem fylgir fyrirtækinu - og láta drauma okkar um stærra og betra Bryggjuhverfi verða að veruleika. Ef við erum samtaka í að láta vilja okkar í ljós getum við haft mikil áhrif á framvinduna á komandi vetri. Við þurfum að hafa hugfast að sveitarstjórnarkosningar eru næsta vor og þá geta orðið afdrifaríkar breytingar. Íbúar hverfisins hafa upplifað meira en áratug af sviknum fyrirheitum um flutning Björgunar og stöðnun í þróun hverfisins. Viljum við að fyrirtækið verði hér næstu 20-30 ár? Auðvitað ekki. Því er mikilvægt að við hömrum járnið á meðan það er heitt og skrifum sem flest undir.

 

Með baráttukveðju,

 

Þorsteinn Þorgeirsson


Þorsteinn Þorgeirsson



Share this petition

Help this petition to reach more signatures.

How to promote a petition?

  • Share the petition on your Facebook wall and in groups related to the topic of your petition.
  • Contact your friends
    1. Write a message where you explain why you have signed this petition, since people are more likely to sign it if they understand how important the topic is.
    2. Copy and paste the web address of the petition into your message.
    3. Send the message using email, SMS, Facebook, WhatsApp, Twitter, Skype, Instagram and LinkedIn.