EKKI draga umsóknina tilbaka

Ósáttur sjálfstæðismaður

/ #107 Við fengum að kjósa um IceSave!

2014-02-23 14:23

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er sýst minna mál en IceSave. Það er andstætt lýðræðinu að fámennur hópur alþingismanna geta neitað þjóðinni um rétt hennar til að taka afstöðu til málsins. Verði þessi þingsályktunartillaga Gunnars Braga samþykkt eru ríkisstjórnarflokkarnir að staðfesta að þeir séu engu skárri en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. sem freistaði þess að keyra Icesave og fleiri mál í gegn með ofbeldi í krafti þingmeirihluta. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu umboð margra einmitt vegna þess að málamiðlun var boðuð um að aðildarumsóknin yrði borin undir þjóðaratkvæði og þingsályktunartillagan er því risastór svik við kjósendur.