Ólöf Nordal: Bjóðum albönsku fjölskyldunum til Íslands fyrir jól!


Guest

/ #62

2015-12-13 02:17

Ég virkilega reiddist þessari ákvörðun um að senda þessar fjölskyldur úr landi, við erum í hópin ríkustu þjóða heims og getum ekki sýnt þá mannúð að lofa fjölskyldum með veik börn að eiga hér samastað. Þessar fjölskyldur höfðu komið sér fyrir, sóttu vinnu, skóla og leikskóla og höfðu eignast vini.

Ef þú beitir þér ekki í þessu máli þá get ég ekki ímyndað mér hver viðbrögð íslensku þjóðarinnar verða en fólk er augljóslega og skiljanlega reitt, það eitt er víst.

 

„12. gr. f. Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Veita má dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til eða vegna annarra atvika sem ekki má með réttu gera honum að bera ábyrgð á. Sérstaklega skal taka tillit til þess ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun"