Áskorun á íslensk stjórnvöld - Barnaverndarmál í Noregi


Guest

/ #11

2016-07-17 09:55

Allt of mörg tilfelli þar sem börnin eru tekin frá fjölskyldunni af engri ástæðu, foreldrarnir eru varnarlaus og geta ekkert gert. Ég veit um 2 tilfelli, annað þar sem 2 systur voru teknar úr leikskólanum og sendar í rannsóknir og viðtöl sérfræðinga( einnig athugað hvort kynferðisleg misnotkun hafi átt sér stað) þar sem önnur sagði að mamma sín hefði lamið sig, foreldrarnir voru sóttir í vinnuna af lögreglunni og meðhöndluð sem glæpafólk. Þau fylgdu öllu sem lögfræðingurinn þeirra ráðlagði þeim að gera td. hann að hætta að drekka og fara í meðferð, og hún að ganga til sálfræðings, þar sem hún hafði fengið barnsburðarþunglyndi eftir fæðingu eldri stelpunnar ofl ofl. Allt kom fyrir ekki og stelpurnar voru dæmdar af þeim og sendar á heimili hjá 2 konum (ekki norskar) sem eiga ekki fjölskyldu hér í Noregi. Þau fá að hitta dætur sínar 2svar á ári 2 tíma í senn. Hitt tilfellið er ung kona sem verður ólétt eftir einnar nætur gaman en ákveður að eiga barnið og lendir síðan í eltihrelli á miðri meðgöngu. Eftir fæðingu barnsins er hún vistuð á heimii sem Barnaverndarnefnd hefur umsjon með til að vernda hana og barnið fyrir þessum eltihrelli, hún er vöktuð allan sólarhringinnn af starfsfólki,hún hélt það væri til að vernda þau, en nei, það var alltaf starfsfólk inni hjá henni að fylgjast með td við brjóstagjöf og þegar hún svaf. Eitt sinn var komið að henni þar sem hún sofnaði með barnið uppí hjá sér eftir gjöf og var þessi ástæða ein af mörgum notaðar við réttarhöld, allar ásakanir Barnaverndaryfirvalda í garð þessarar ungu stúlku er fáranlegar, í stað þess að hjálpa henni með nýfæddan soninn þá var hann tekinn af henni og settur í fóstur aðeins 6 vikna. Hún áfrýjaði en tapaði og fær að hitta hann 2svar á ári í 2 tíma.
Allar þessar ásakanir í garð foreldranna eru teknar úr lausu lofti og oft tilbúningur eða að börnin hafi verið að segja ósatt. Fólki er haldið niðri með barnaverndarlögunum, notað sem stjórntæki og verður til þess að foreldrar þora ekki að aga börnin sín. Að mínu mati er ekki verið að vernda börnin og finnst þessi mál vera brot á mannréttindum. Mér finnst einnig skrítið að flest málin eru af foreldrum sem eru erlendir ríkisborgarar.