Mótmæla flutningi og skerðingu starfsemi Punktsins Rósenborg Handverksmiðstöð fyrir alla

Comments

#1

Er virkur notandi og vil ekki að þetta breytist

Barbara Hjartardóttir (Akureyri, 2019-11-29)

#5

Mikið notað af minni fjölskyldu bæði á daginn og á kvöldin. Umhverfi, starfsfólk og vinnuaðstaða notalegt og til fyrirmyndar.

Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir (Akureyri, 2019-12-01)

#6

Punkturinn er rós í hnappagat Akureyrar

Valbjörg B Fjólmundsdóttir (Akureyri , 2019-12-01)

#11

Því þetta er eitt mikilvægasta málefni Akureyrar

Kristján Helgi Hafsteinsson (Akureyri , 2019-12-02)

#13

Fátt er mikilvægara í lífi fólks en virkni/iðja og félagsskapur og Punkturinn í Rósenborg hefur reynst dýrmætur að þessu leiti.

Valdís Pálsdóttir (Akureyri, 2019-12-02)

#14

Það má alls ekki skerða þessa þjónustu

Elisabet Ragnarsdottir (Akureyri, 2019-12-02)

#21

Punkturinn er nauðsynlegur staður fyrir bæjarbúa og fastur punktur í tilveru margra.

Guðrún Eyjólfsdóttir (Akureyri, 2019-12-03)

#28

Punkturinn hefur verið mér eins og annað heimili. Starfsemin og starfsfólkið þar bókstaflega bjargaði geðheilsu minni. Ég mótmæli því harðlega að starfsemin sé skert og flutt annað.

Halldóra Larsen (Akureyri, 2019-12-04)

#34

Ég er ánægður notandi Punktsins. Hef mætt í leir 2- 4 í viku s.l.4 ár, auk þess tekið þátt í námskeiðum í gler og mosaikvinnu. Félagsskapurinn á Punktinum er einstakur.

Sigrún Kristjana Óskarsdóttir (Akureyri, 2019-12-04)

#40

Punkturinn er mikilvæg samfélagsþjónusta við marga undirmáls- og jaðarhópa og mikilvægt að skerða ekki þjónustu sem ekki er í boði annarsstaðar. Punkturinn er mikilvæg þjónusta við hinn almenna bæjarbúa og starfið þar þyrfti að efla, ekki skerða. Punkturinn þjónustar, á sanngjörnum nótum, börn og heimili sem minna hafa á milli handanna með námskeiðshaldi sem ekki er í boði annarsstaðar. Slík starfsemi á að vera i fyrsta flokks húsnæði, björtu og hentugu og bærinn ætti að sjá sóma sinn í að standa veglega við bakið á Punktinum en ekki höggva þar er síst skildi...

Anna Elísa Hreiðarsdóttir (Akureyri, 2019-12-04)

#43

Punkturinn er félagslegt og menningarlegt dýrmæti sem ekki má granda.

Kristín Dýrfjörð (Reykjvík/akureyri, 2019-12-04)

#59

Punkturinn er rosalega góður staður!

Cornelia Franke (Akureyri , 2019-12-04)

#62

Það er óafsakanlegt ef skerða á þjónustu og það góða starf sem fram fer á Punktinum.

Eygló Björnsdóttir (Akureyri, 2019-12-04)

#64

Í Punktinum er framúrskarandi starfsemi, frábært starfsfólk, og þarna hittist fólk sem vinnur saman, spjallar og það veitir manni ánægju. Sem öryrki í hjólastól sækji ég þarna félagsskap og get nýtt færni mína í ýmis verkefni og þar kemur starfsfólkið til sögunnar, með lausnir á flestum hlutum, einkunnar orðin eru “ engin vandamál bara lausnir “
Mér lýst ekki á sameiningu þessara tveggja staða, ég held að hún sé vond fyrir báða hópa.
Það er ekki mikið ónýtt pláss í Víðilundi og vont ef allt það sem er í boði í Punktinum kemst ekki þar fyrir. Eitt enn, fólk í hjólastól kemst inná 1.hæð í Víðilundi en ef ég vil t.d mála á postulín er það niðri og þangað er ekki lyfta og það er lögbrot. Ég trúi því ekki að Sveitarfélagið ætli að bjóða uppá félagsstarf og framfylgja ekki landslögum um jafnt aðgengi fyrir alla.
Kveðja, útsvars greiðandi á Akureyri.

Bergljot Sigurðard (Akureyri, 2019-12-04)

#70

Frábært húsnæði og mikil og góð tæki og áhöld sem eru nauðsynleg fyrir “leikmenn” að hafa aðgang að. Mikil kunnátta hjá starsfólki. Punkturinn er vel heppnaður eins og hann er

Katrín Hólm Hauksdóttir (Akureyri, 2019-12-04)

#77

Ef það er í raun engin nauðsyn á að nýta gamla skólann fyrir jafn mikilvæga starfsemi, þá mótmæli ég flutningi starfseminnar.

Baldvin Ringsted (Akureyri, 2019-12-04)

#78

Ekki veit ég hvað er að gerast hjá því fólki í bænum, sem vill loka sem flestum menningarhúsum þar sem grasrótin þrífst og starfar. Það er ekkert nýtt að loka þurfi Punktinum, það hefur áður verið barátta um þá starfsemi. Starfsemi Punktsins leiðir til sparnaðar fyrir samfélagið ef til lengdar er litið. Það fer fram fyrirbyggjandi starfsemi þar, þar sem það eflir ekki eingöngu áhuga og hæfni á handverki þeirra er hann sækja, heldur einnig félagslega. Það eru ófáir sem byrjað hafa sinn handverksferil í Punktinum og það eru einnig ófáir sem koma í Punktinn til að vera ekki einir heima og sækja félagskap og kynnast góðum vinum. Eitt gott dæmi man ég eftir er af konu sem sagði að Punkturinn hafi bjargað lífi hennar. Hún var þunglynd og hafði þurft að leggjast inn á geðdeild vegna þessa erfiða kvilla. En eftir að hún fór að stunda Punktinn þá dreyf hún sig þangað þegar hún fann að hún var að síga niður í lægð. Hún þurfti á öllu sínu að halda til að koma sér af stað, en svo mætti hún í Punktinn á meðan hún var að koma sér upp aftur og sagði það allra besta meðalið. Punkturinn hefði aldrei átt að fara í kjallarann í Rósinborg, heldur átti hann að fara á jarðhæðina, þar hefði hann sómað sér vel og þar hefði hann getað blómstrað með stórum sölum, hátt til lofts og vítt til veggja. Á ganginum hefði verið kaffihús með handverkssýningum á veggjum. Þar hefði orðið Mekka handverksins öllum til sóma og eftirbreyttni. En nei, honum var troðið niður í kjallara og salirnir eyðilagðir og stúkaðir niður í skrifstofur, sem hefðu allt eins og mikið frekar átt að vera í kjallaranum. Þegar maður hannar menningarhús þá hefur maður starfsemina þar sem komið er inn, ekki skrifstofurnar og starfsemina í kjallara hússins. Og nú á að bæta um betur og eyðileggja starfsemina endanlega. Ætli fólk hafi áttað sig af því að fólk flutti í bæinn vegna Punktsins og starfsemi hans. Og að það var öfundast út í Akureyri út af Punktinum og Menntasmiðju kvenna sem nú er horfin fyrir allnokkru, Akureyri ekki til sóma.

Guðrún Bjarnadóttir (Akureyri, 2019-12-05)

#85

Þessi flutningur mun drepa niður þetta starf og er alveg ótrúlega skammsýn heimska hjá Akureyrarbæ.

Ingibjörg Sigursteinsdottir (Keflavík , 2019-12-05)

#89

Punkturinn hefur verið mér mjög dýrmætur, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki Punktinn, ósköp einfalt !!

Vilhelmína Ingimundardóttir (Akureyri , 2019-12-05)

#91

Punkturinn er mikilvæg miðstöð margs konar lista og menningar. Að loka honum yrði dauðadómur fyrir handverksfólk og fjölda annarra.

Guðmundur Beck (Eyjafjarðarsveit, 2019-12-05)

#92

Þetta er mikilvægur félagsstaður fyrir marga. Hugsum nú aðeins um mannlega þáttinn.

Eli Freysson (Akureyri, 2019-12-05)

#93

Þjónustunotandi

Kristín Magnea Karlsdóttir (Akureyri, 2019-12-05)

#99

Ekki breyta punktinun það irði sóun.

Sigmar Josepsson (Akureyri, 2019-12-05)

#101

Samkvæmt mínum heimildum var ekki haft samráð við notendaráð fatlaðra sem er einmitt ætlað að verja hagsmuni fólks með skerta færni. Svo ég skora á bæjaryfirvöld ef satt reynist að samráð hafi ekki verið notendaráð fatlaðra að gera það strax til þess eru notendaráð.

Eymundur Eymundsson (Akureyri , 2019-12-05)

#104

Punkturinn er einstakur á landsvísu og þó víðar væri leitað..Munið að á hátíðum og tyllidögum hreykja ráðamenn sér af Punktinum.

Sigríður Ágústsdóttir (Hafnarfjörður, 2019-12-05)

#116

Sé ekki að starfsemi sem þessi komist fyrir uppi í Víðilundi!

Elísabet Hjalmarsdóttir (Akureyri, 2019-12-05)

#118

Vil ekki skerta starfsemi né flutning punktsinns á Akureyri

Sigurveig S Bergsteinsdóttir (Akureyri , 2019-12-05)

#125

Ég hef nýtt mér Punktinn í gegnum starfsendurhæfingu Norðurlands og einnig á mínum eigin tíma. Það er mjög gott andrúmsloft í Rósenborg og mér finnst alltaf jafn gott að geta komið þangað og fengið hjálp við eitthvað sem mig langar að gera.

Karólína Rún Helgadóttir (Akureyri, 2019-12-06)

#126

Þetta er fáránlegt.. veit ekki hversu mikið punkturinn hefur hjálpað mér andlega.. eða jú hérna kemur brot af því: ég var vinalaus, of mikinn félagskvíða til að fara í búðir og líka til að kíkja á allskonar viðburði. Ég prufaði punktinn og ég fékk lífsgleði, tilhlökkun til að gera eitthvað á daginn og á endanum hjálpaði þetta rosalega mikið með felagskvíðann og ég er allt önnur manneskja í dag en fyrir þessum 4 árum eða svo sem ég byrjaði.

Marta Þórudóttir (Akureyri, 2019-12-06)

#130

Ég hef góða reynslu af starfi Punktsins og veit að fólk hefur getað breytt lífi sínu til hins betra með þátttöku þar. Ekki rýra starfsöryggi Punktsins með tilfæringum á húsnæði - berum virðingu fyrir fólkinu sem sækir styrk og innblástur þangað!

Brynja Óskarsdóttir (Reykjavík, 2019-12-06)

#134

Það er þarna fólk sem hefur ekkert annað til að halda sér í rútínu og virkilega þarf á Punktinum að halda

Ingibjörg Salóme Egilsdóttir (600 Akureyri, 2019-12-06)

#137

Þarna hefur góður vinur átt góðar stundir.

Lárus Sighvatsson (Akranes, 2019-12-06)

#138

Ég hef nýtt mér starfsemi Punktins og langar til að geta gert það áfram.

Rósa María Stefánsdóttir (Akureyri, 2019-12-06)

#149

Held að það sé ekki pláss fyrir þetta í Víðilundi. Ekki gott að leggja af námskeið á eftirmiðdögum og kvöldin sem ég held að hljóti að hafa staðið undir sér og margir hafa sótt.

Torfhildur Þorgeirsdóttir (Akureyri, 2019-12-07)

#150

Sem heilbrigðisstarfsmaður sé ég vaxandi tíðni langvinnra sjúkdóma líkamlegra og andlegra og því miður fjölgun öryrkja. Það er svo mikilvægt að hafa athvarf fyrir þetta fólk og tilgang til að fara á fætur og halda rútínu. Án þess er aukin hætta á einangrun, kvíða og þunglyndi. Tengsl og tilgangur eru okkur öllum nauðsyn. Eydís Valgarðsdóttir

Eydis Valgarðsdóttir (Akureyri, 2019-12-07)

#151

Það er virkilega þarft verk sem er sinnt þarna. Hef mörgum sinnum komið þangað bæði á námskeið og fylgt sjúklingum geðdeildar SAK í kynningu á starfseminni. Hlýlegt viðmót og mjög gott andrúmsloft. Staðsetningin er frábær.

María Jóhannesardóttir (Akureyri, 2019-12-07)

#152

Ég þekki fólk sem hefur notið góðs af starfssemi Punktsins.

Þórdís Pála Reynisdóttir (Eskifjörður , 2019-12-07)

#154

Ég hef notað punkinn mikið og gæti ekki hugsað mér að hafa þau ekki, og hvað þá að vera á stað þar sem ekki er kostur fyrir almenning að vera á, ég sem öryrki sæki punktinn mikið og þekki marga sem gera það líka. hvar mættum við vera ef ekki á punktinum.

María Fríða Bertudóttir (Akureyri , 2019-12-07)

#173

Punkturinn er gífurlega mikilvægur fyrir Akureyri sem mennta- og menningarbæ. Núverandi fyrirkomulag var til fyrirmyndar þar sem staðurinn er einn af fáum í bænum þar sem kynslóðir mætast og geta deilt þekkingu og er jafnvel einstakt á landsvísu. Skapandi greinar eru atvinnugreinar framtíðarinnar. Akureyrarbær ætti fremur að gefa í og bæta við sig starfsfólki og setja upp frekari aðstöðu til list- og handverksmenntunar í Rósenborg.

Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir (Akureyri, 2019-12-09)

#181

Punkturinn er nauðsyn - félags- og handverksmiðstöð fyrir fólk yfir 20 og upp úr.

Anna Arnardóttir (Akureyri , 2019-12-09)



Paid advertising

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...