Áskorun til Vigdísar Hauksdóttur

Contact the author of the petition

1000 undirskriftir komnar

2013-08-14 16:49:57

Kæru netverjar!

Ég skrapp aðeins frá tölvu, og þegar ég kom aftur voru komnar yfir 1000 undirskriftir.

Það er alltaf gaman þegar samtakamáttur fólks kemur fram, en einstaklega gott að sjá fólk stíga fram fyrir hönd starfsfólks ríkisstofnunnar eins og fréttastofu RÚV sem er sá miðill sem kannanir sýna að fólk beri mest traust til.

Gagnrýnisraddir sem ég hef séð í dag hafa ýmist haft á orði að nóg sé komið af undirskriftarlistum það sem af er kjörtímabili, áskoranir sem þessar hafi ekki virst eiga mikið upp á pallborðið hjá ráðamönnum á þessu kjörtímabili, eða að þetta sé verk biturra vinstrimanna og/eða -stjórnmálaflokka.


Við þessu vil ég segja að áskorun sem þessi hefur nægt gildi í sjálfri sér, burtséð frá því hvort sá sem skorað er á bregst við efni hennar. Hún veitir valdi aðhald, sýnir andstöðu við valdníðslutilburðum og hótunum, og lýsir stuðningi fólks við Fréttastofu RÚV.

Varðandi vinstrimennsku, þá hefur upphafsmaður áskorunarinnar engin tengsl við stjórnmálaöfl í landinu, og var ekki hvattur til hennar af neinu öðru en hneykslan yfir fréttum dagsins. Eins tel ég fráleitt að telja andstöðu við valdníðslu og ofbeldi sérstakt vinstrimál.

Ég tel að fæstir Sjálfstæðis- eða Framsóknarmenn myndu setja nafn sitt við það að Vigdís Hauksdóttir eða nokkur annar þingmaður megi hóta að beita valdi sínu í nafni Alþingis gegn fólki sem hún á í erjum við.

Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir undirskriftina, það hefði verið leiðinlegt að vera þarna einn á blaði. :-) Einnig vil ég benda fólki á að deila hlekknum petitions24.com/vigdis_hauks til vina og kunningja.

Með bestu kveðjum,
Henrý Þór. 

P.s. Ég hyggst ekki beita þessum tilkynningum nema í sérstökum tilvikum.


HenrýShare this petition

Help this petition to reach more signatures.
Paid advertising

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...

Facebook