Breytum klukkunni á Íslandi


Guest

/ #108

2013-12-20 01:58

"Þetta gerir það að verkum að ef við vöknum kl 7:00 þá er líkamsklukka okkar í raun einungis 5:30. "

Hvað er þessi líkamsklukka? Er þetta eitthvað sem allir eru sammála um að sé til og hvað það er (og að hún sé 12:00 þegar sólin er hæst)? Er betra að vakna þegar "líkamsklukkan" er 7?

Á Íslandi þá er sólarupprás í júní um klukkan 4, og eftir klukkan 11 í lok desember.
Ef maður vill eltast það að það sé sem bjartast þegar maður vaknar (án þess að breyta því klukkan hvað maður vaknar), þá þýðir það stóran hluta ársins birtir löngu löngu áður en maður vaknar, og þar af leiðandi sefur maður sefur fleiri bjartar klukkustundir
(kannski skiptir það ekki máli, því að á þeim tíma ársins sem maður myndi sofa meðan það er bjart, þá fær maður kannski nóg af birtu)

Persónulega þætti mér ekkert verra að hafa bjart milli 8 og 20 heldur en milli 6 og 18. (eða í desember milli ca. 11:30 og ca, 15:30 frekar en milli 10 og 14)
Mér finnst skipta mestu máli að:
- sleppa veseni með að breyta alltaf klukunni tvisvar á ári
- Ísland sé allt í sama tímabelti.
- að tímamismunur við önnur lönd sé heill fjöldi klukkustunda

svo er trade-off milli þess að vera á u.þ.b. sama tíma og Evrópubúar, eða vera nær tíma Ameríkana. Ég þori ekki að segja meira um það.