Áskorun um bætt sumarveður

Við skorum á Alþingi íslendinga að setja tafarlaust lög um bætt veður á Íslandi.   Það sem af er sumri hefur verið veðurfar sem líkist einna helst veðráttu síðla hausts.

Þingmenn allra kjördæma sinnið skyldu ykkar og leggið ykkar af mörkum svo lög verði sett strax nú á sumarþingi um almennt veðurfar á Íslandi.

mánudaga skal vera rigning, mismikil eftir landshlutum en gæta þarf jafnræðis þannig að yfir tímabilið rigni jafnt á öllum landshlutum.

Þriðjudaga skal vera skýjað og kalt yfir landinu öllu.

Miðvikudaga skal vera rigning líkt og um mánudag væri að ræða.

Fimmtudaga skal vera sól, mismikil á landinu en líkt og með rigninguna skal gæta jafnræðis þannig að yfir tímabilið sé jafn margir sólardagar í öllum kjördæmum.

Föstudaga skal vera sól um allt land og hiti frá 12,7 gráðu hita upp í 18,2 gráðu hita.  Gæta verður jafnræðis líkt og getið er á um varðandi mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Laugardaga skal vera heiðskýrt og sól um allt land og hiti 23,7 gráður hið minnsta.

Sunnudaga skal vera stöku ský á himnum, sól og hitastig mismunandi eftir kjördæmum.

Þegar lögin hafa verið staðfest er ljóst að þingmenn verða að setja bráðabirgðalög um lækkun jafnvel afnám virðisaukaskatts á sólarvörn og stuttbuxum en þá tekjuskerðingu ríkissjóðs má bæta upp með hækkun aðfluttningsgjalda á regnhlífum þar sem slíkur búnaður er munaðarvara.

 


Áhugahópur um bætt veðurfar    Contact the author of the petition