Efnismeðferð fyrir Tony Omos

 

Tony Omos var vísað úr landi síðasta desember. Þrátt fyrir að hafa þá verið hér á landi árum saman tóku yfirvöld umsóknina hans aldrei til efnislegrar meðferðar. Evrópsk yfirvöld vilja ekkert með hann hafa. Hann býr nú á götunni í Ítalíu og betlar sér til matar. Barnsmóðir hans er eftir á Íslandi með son þeirra, sem Tony hefur aldrei fengið að hitta. Íslensk stjórnvöld hafa rægt hann í fjölmiðlum og logið uppá hann glæpum. Tony óttast um öryggi sitt verði hann sendur til Nígeríu, enda hafa lygasögur íslenskra stjórnvalda kvisast þangað. Hann hefur þrábeðið yfirvöld að leyfa sér að koma heim til fjölskyldu sinnar, en verið neitað trekk í trekk. Hælisumsókn hans hefur enn ekki fengið efnislega meðferð hér á landi.

 

Við skorum á Útlendingastofnun að veita Tony Omos efnislega meðferð hælisumsóknar sinnar.


Ekki fleiri brottvísanir    Contact the author of the petition