Hafnfirðingar, skrifum undir og mótmælum háhýsum við Flensborgarhöfn

Við undirrituð mótmælum byggingu 5 hæða háhýsa á hafnarkanti Flensborgarhafnar sem munu byrgja útsýni og verða eitt helsta kennileiti bæjarins. Húsin geta orðið allt að 22 metra há. Stærðin er langt umfram húsnæðisþörf Hafrannsóknarstofnunar sem áætlað er að flytji í hluta húsnæðisins.

Við krefjumst þess að gengið verði út frá fyrri skipulagslýsingu frá 2016 þar sem lögð er áhersla á lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð.

Það er ljóst að byggingarnar munu hafa fordæmisgildi. Dómnefnd skilar áliti um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar í maí. Við viljum ekki annan Norðurbakka neðan við Suðurbæinn.

Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar, myndir, skjöl og greinar er að finna efst á Facebook síðunni: www.facebook.com/ekkihahysi

Fornubudir_hahysi_(1).jpg


Guðmundur I. Markússon    Contact the author of the petition