Forsetaframboð Óskars Þórs Óskarssonar 2016

Góðann daginn kæru landsmenn. Óskar Þór Óskarsson heiti ég, og er 47 ára gamall. Fæddur og uppalinn á Neskaupstað. Með víðtæka starfsreynslu bæði til sjós og lands. Ég er menntaður internetmarkaðsfræðingur, en hef lengst af starfað sem verkamaður í fiskvinnslu, sem og byggingariðnaði, og til sjós. Ég er búinn að detta oftar en einu sinni útaf hinum svokallaða vinnumarkaði hérlendis bæði sökum slysa, sem og veikinda. Þannig að ég tel mig vita nákvæmlega hvað almenningur hérlendis er að takast á við um þessar mundir. Mitt mat er það, að þeir tímar sem mannkynið í heild sinni lifir á, séu einir þeir erfiðustu sem það hefur upplifað,og núverandi heimsástand snertir okkur öll á einn eða annann hátt, hvort sem við viljum það eða ekki. En um leið, eru þeir tímar sem við lifum öll á, að mörgu leyti þeir mögnuðustu, td tæknilega séð. Af þessum ástæðum öllum hefur unidrritaður tekið þá afdrifaríku ákvörðun, að bjóða sig fram sem forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Mín aðal markmið í því embætti, verði ég kosinn, eru einfaldlega þessi: A) Ég mun ekki skrifa undir nein lög frá alþingi Íslendinga sem ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar í heild sinni. B) Ég mun nýta stjórnarskárvarinn rétt minn sem tilvonandi forseta, til þess að reka hvern þann ráðherra sem ekki sinnir skyldu sinni, lögum samkvæmt. C) Ég vil beyta mér fyrir því, með öllum tiltækum ráðum, lögum samkvæmt, að hérlendis getum við öll hætt að rífast og orðið vinir, það sem eftir er ævinnar.

Bestu kveðjur,

Óskar Þór Óskarsson, internetmarkaðsfræðingur

 Reykjavík


Óskar Þór Óskarsson    Contact the author of the petition