Gegn tillögu að deiliskipulagi fyrir Vesturbugt/Slippasvæði

Anna Kristjánsdóttir

/ #13 Vanþekking styður græðgi

2013-10-02 13:20

Tillögurnar sem aðkomufólk stendur að í þeirri trú að þau séu að nýta aflagt iðnaðarsvæði - eru bæði grófar og þekkingarsnauðar. Þetta er ekki aflagt iðnaðarsvæði - það sem þar hefur farið fram um áratuga skeið hefur tengst sjó, allt eins og megnið af byggðinni fyrir ofan sem var reist af sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Í löndum norður-Evrópu dytti mönnum nú ekki í hug að gera svona. En peningaþorsti íslenskra stjórnvalda er því miður bæði slæmur og sterkur hvati.