Björgum söngmenntun á Íslandi


Guest

/ #13

2015-10-10 12:01

Söngnám er jafnmikilvægt og allt annað nám. Söngur er manninum eiginlegur, ef maðurinn ekki syngur sjálfur þá hlustar hann á aðra syngja. Söng má líka nota á margvíslegan hátt til að koma á framfæri skoðunum, svæfa og róa lítil börn, bæta tilfinningalega líðan og svo mætti lengi telja.. Söngurinn skiptir miklu máli, eins og allar aðrar tegundir hljómlistar. Án tónlistar og söngs er bara þögn, og þó hún sé nú mikilvægur hluti tónlistar þá held ég að fæstir vilji alltaf vera bara í þögn.