Sigmundur Davíð, þér er hér með sagt upp störfum!

Íslendingur

/ #315 Er Sigmundur að fá 130þ á mánuði fyrir að vera skráður í húsi sem hann hefur aldrei búið í?!

2016-04-02 01:59

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þjóðrækinn maður og vill búa í kjördæmi sínu. Samkvæmt þjóðskrá er hann til heimilis á Hrafnabjörgum III á Egilsstöðum.

Eins og heimilisfangið segir til um þá er þetta þríbýli. En er þetta bara plat?

„Sig­mund­ur Davíð hef­ur nú bara gist hér eina nótt þó hann skráður til heim­il­is hér,“ seg­ir Jón­as Guðmunds­son bóndi á Hrafna­björg­um í Jök­uls­ár­hlíð á Fljóts­dals­héraði. Hann er eig­andi húss­ins að Hrafna­björg­um III, þar sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra og fjöl­skylda hans eiga lög­heim­ili.

En afhverju?

Alþingismaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis (höfuðborgarsvæðis) fær mánaðarlega greiddar [131.400 kr.] í húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði (gistingu, fæði) á höfuðborgarsvæði eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. ( úr starfskjörum þingmanna). 

Sem sagt forsætisráðherra fær hundrað þúsund krónur nettó, fyrir að skrá lögheimili sitt fyrir austan.

Er ekki kominn tími á að sannreyna þetta?