Áskorun til framkvæmdarstjórnar Háskólans í Reykjavík um að prófa Centris

Kjartan

/ #6

2016-05-31 20:36

Þessi framkoma er gjörsamlega fáránleg. Það væri ómetanlegur gæðastimpill fyrir HR að geta sagt að innrivefurinn sem sé í notkun hafi verið búinn til af nemendum. Einnig væri glæsilegt fyrir nemendur að geta haft slíka reynslu á ferilskrá strax við útskrift. Fyrir utan það þá þykir mér þetta senda út skilaboð um vantraust gagnvart nemendum skólans sem hafa unnið að Centris, og gagnvart Daníel (sem að er með betri kennurum sem ég hef kynnst og væri stór missir fyrir HR). Það að vinna við Centris var ótrúlega lærdómsrík og gagnleg reynsla á námsferlinum mínum. Mér þætti afar leiðinlegt að vita að framtíðar nemendur fái ekki tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni.