Áskorun til framkvæmdarstjórnar Háskólans í Reykjavík um að prófa Centris

Knútur

/ #9 MySchool er svo sem í lagi en það má stórlega bæta og eigið kerfi skólans væri auðvitað langbest.

2016-06-01 00:56

Þegar ég byrjaði í skólanum datt mér ekki í hug annað en að MySchool væri kerfi smíðað og rekið af tölvunarfræðideild skólans, þ.e. tölvunarfræðikennurunum sjálfum og öðru starfsfólki, varð svo hissa þegar ég komst að því að sú væri ekki raunin.

Nú ræður auðvitað eigandinn, þ.e. skólinn sjálfur, hvaða kerfi hann notar en ég hvet eigandann/stjórnendur skólans þó eindregið til að skoða þann möguleika að reka eigið kerfi, sem tölvunarfræðikennarar og annað starfsfólk innan skólans – sem hljóta að skilja best þarfir nemenda og samkennara sinna – mundu þá annast sjálfir og gera ábyggilega með prýði.

Þekki ég að vísu ekki Daníel B. sérstaklega, annað en ég veit að hann hefur smáhúmor (og er fullfær og afkastamikill), og ekki er þetta s.s. stuðningsyfirlýsing við hann beint, en ef hann hefur upp á eitthvað að bjóða sem gæti nýst skólanum ágætlega og lagað í leiðinni á einu bretti ýmsa annmarka sem eru á MySchool (já, því miður, MySchool er enn langt því frá að vera fullkomið eða af hverju eru menn annars að hugsa um að skipta?) held ég að það væri svolítil synd og skammsýni að láta slíkt tækifæri sem hér virðist á ferð með svo ótímabærum hætti einfaldlega lönd og leið.

Í leiðinni vil ég svo stinga upp á því að léni skólans verði breytt aftur í hr.is sem mér hefur alltaf þótt fallegra og eðlilegra en hið skrýtna ru.is (ru er auk þess landslén Rússlands og því ábyggilega hætta á misskilningi).