Leik- og grunnskóla mál í Reykjavíkurborg - Við krefjumst aðgerða


Guest

/ #11

2016-08-31 09:08

Af þvi að leikskóla- og skólamál í borginni eru til skammar. Peningum er eytt í allskonar vitleysu eins og að gera hjólastíga á stöðum sem eru algjörlega óþarfir fyrir nokkrar hræður.

Vil að menn vakni aðeins og fari að forgangsraða peningunum rétt, hugsa hvar sé best að bæta okkar samfélag og hvað megi bíða. Það að geyma alltaf skólana og spítalann en eyða í margt annað, sem ég tel bruðl og rugl, er bara ekki hægt lengur.

Það er nóg til í ríkiskassanum og ekki alltaf hægt að kenna kreppunni um allt. Skattar hér á landi eru í hærri kantinum og manni líður eins og maður fái ekkert fyrir þá.