Við viljum Félagslega húsnæðistefnu sem leyfir gæludýrahald



/ #66 Mannréttindabrot

2017-11-07 15:11

Þetta er bara hreint og klárt mannréttindabrot af hálfu þessara félagslegu leigufélaga.  Gæludýrin eru hluti af fjölskyldunni og oft nauðsynleg hjálp þegar kemur að líkamlegum og andlegum kvillum.  Það er ekki bara að félagslega kerfið stuðli að sársauka og sorg fyrir viðkomandi fjölskyldu, sem þarf kannski að drepa dýrið sitt þar sem ekki fá þau öll nýtt heimili, heldur er félagslega kerfið líka að stuðla að lélegri heilsu hjá viðkomandi.

Ég fór t.d. nánast aldrei út að labba áður en ég fékk hund en nú fer ég nánast á hverjum degi marga kílómetra með hundinum mínum.  Ég væri svo líklega óvinnufær eða langleiðina í það vegna andlegra kvilla ef ég ætti ekki hund sem ég þarf að hreyfa, þjálfa og knúsa á hverjum degi. :)