Friðum Þjórsárver !

Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og friðlýsingin var endurskoðuð árið 1987. Víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Stingur í stúf við harðneskjulegt umhverfið. Gróskumiklar og fjölskrúðugar flæðilendur með afar fjölskrúðugu gróðurfari. Mestu varpstöðvar heiðargæsarinnar í heimi. Svokallaðar rústir eru sérkennilegar sífreramyndanir í jarðvegi sem geta orðið yfir metri að stærð. Örnefni minna á búsetu útilegumanna í gegnum tíðina.

Svæðið er verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar). Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er umferð um varplönd heiðargæsar bönnuð.

Þjórsárver, helsti varpstaður heiðargæsar

Þjórsárver er víðáttumikil gróðurvin á miðhálendi Íslands, um 140 ferkílómetrar að flatarmáli. Verin eru að mestu leyti vestan Þjórsár sunnan Hofsjökuls og eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Meginhluti Þjórsárvera og aðliggjandi svæði (alls 583,9 km2) voru friðlýst árið 1981 og svæðið tekið á Ramsarskrána árið 1990 sem alþjóðlega mikilvægt votlendi, einkum vegna auðugs fuglalífs.

Gróin svæði í Þjórsárverum hafa endinguna -ver, svo sem Tjarnaver, Oddkelsver og Þúfuver. Orðið ver getur merkt tvennt, annars vegar mýri eða flói, og sú merking er viðtekin nú í huga fólks, en hins vegar, og það sem er nær lagi í þessu tilviki, getur það vísað til staðar þar sem menn veiddu dýr eða söfnuðu eggjum. Þessu til sönnunar má nefna íslenska orðið verbúðir, sem er haft um dvalarstaði sjómanna, og í norsku þekkjast orðin eggvær og dunvær, sem á íslensku verða eggver og dúnver: staðir þar sem stunduð var eggjataka eða dúntekja. Þjórsárver eru ein víðáttumesta og afskekktasta gróður­vin á hálendi Íslands. Sérstaða þeirra og tilvist er fyrst og fremst afrakstur af samspili jökla, vatns, jarðvegs, veðurfars, gróðurfars og dýralífs. Þjórsárver eru hluti mikilfenglegrar náttúru og landslagsheildar sem er að mestu leyti ósnortin.

Tekið af vef Umhverfisstofnunnar.


Hafdis Hilmarsdottir    Contact the author of the petition