Girðum af Geirsnefið

Það er löngu orðið tímabært að girða af Geirsnefið, það hafa á seinasta ári tveir hundar látist eftir að hafa fælst af svæðinu yfir á Miklubraut sem er þarna við hliðina á hundasvæði, einnig þarf að laga aðgengi að hjólabrúnni því eins og staðan er núna komast hundar út á brúnna og geta valdið mikilli slysahættu.
Ekki einungis er verið að hugsa um hundana heldur gefur það auga leið að þetta er einnig slysahætta fyrir almenna umferð á þessu svæði.
Við óskum þess að fræmkvæmdir verði með samráði við hundafólk, eins og Félag Ábyrgra hundaeiganda og/eða HRFÍ.
Þar sem þau hundagerði sem byggð hafa verið hafa á engan hátt verið til fyrirmyndar og fæst, ef einhver, eru hundaheld í dag.

Við óskum ekki aðeins eftir úrbætum heldur úrbætum sem hundafólk getur sætt sig við og fundist það öruggt að sleppa hundunum sínum lausum eins og það nauðsynlega þarf að geta gert án þess að hafa áhyggjur af því að hundurinn missi lífið.
Hluti af þessu öryggi eru bilhræ sem byrjuð eru að stingast upp úr Geirsnefinu og valda einnig mikilli slysahættu.

Beðnin er einföld, við hundaeigendur, viljum mannsæmandi aðstöðu til að hleypa hundunum okkar lausum.


Guðfinna Kristinsdóttir    Contact the author of the petition