Mótmæla flutningi og skerðingu starfsemi Punktsins Rósenborg Handverksmiðstöð fyrir alla

Fyrirhugaður er flutningur og skert starfsemi Punktsins handverkssmiðju, úr stóru og flottu húsnæði sem hentar vel fyrir þjónustuna sem Punkturinn veitir, og er staðsettur í gamla barnaskólanum/ Rósenborg. Starfsemin eins og hún er í dag er fjölbreytt, stór og er fjölbreyttur hópur sem sækir þjónustu Punktsins. Í bland við venjulega opnun, sem er opin öllum, þá eru þau með námskeið af ýmsum toga fyrir fullorðna og einnig fyrir krakka í skólum bæjarins. Starfsendurhæfing Norðurlands er t.d í samstarfi við punktinn og eru notendur þar einu sinni í viku og prófa flest sem er í boði hjá Punktinum. Ekki nóg með að starfsmenn Punktsins séu fær í sínu starfi sem leiðbeinendur þá eru þau sálarhjálp fyrir margan notandann. Eftir áramót verður hætt með kvöldopnun sem er mikið sótt af fólki sem kemst ekki á venjulegum opnunartíma. Í dag hefur starfsemin þróast út í að það að þjóna öllu því fólki sem áhuga hefur á hverskonar handverki og tómstundavinnu. Áfram er unnið í anda þeirrar hugsjónar sem upphaflega var lagt af stað með, þ.e. að gefa fólki möguleika á því að læra eða finna upp hjá sér sjálfu ákveðna verkþætti og nýta sér þá. Punkturinn hefur tileinkað sér ákveðið verkform öðru fremur og það er að viðhalda gamalli verkþekkingu. Sú vinna er mjög mikilvæg í samfélagi eins og okkar þar sem breytingar eru svo örar að það getur reynst erfitt að halda við þeirri verkþekkingu sem var notuð fyrir ekki svo margt löngu. Flytja á Punktinn í Víðilund sem er fyrir aldraða og er það húsnæði fullnýtt.

Það að skerða þjónustu sem hefur reynst fólki vel og flutningur á starfsemi Punktsins yrði ekki til batnaðar fyrir notendur sem hafa treyst á , og nýtt sér í gegnum árin með góðum árangri. Við skorum á Akureyrabæ að endurskoða fyrirhugaðar breytingar í þágu allra þeirra sem nýta sér þjónustu Punktsins.

Ég mun svo koma undirskriftunum til bæjarstrjórnar fljótlega eftir áramót.


Barbara Hjartardóttir    Contact the author of the petition

Sign this Petition

By signing, I authorize Barbara Hjartardóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Paid advertising

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...