Nú er botninum náð – niðurgreiddar samlokur á Alþingi!

Nú er botninum náð – niðurgreiddar samlokur á Alþingi!

Fram kemur í fréttum í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice verði opnaður í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn höfðu víst verið að kalla eftir frekari fjölbreytileika í matarvali. Ekki nóg með það heldur fór ekkert útboð fram.

Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót!

Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður.