Rannsókn á einkavæðingu

Til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis.

Hinn 12. nóvember 2012 samþykkti Alþingi ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka einkavæðingu á hlutum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum 1998-2003.

Ályktunin var samþykkt mótatkvæðalaust. Eigi að síður hefur Alþingi í fjögur og hálft ár heykst á að skipa umrædda rannsóknarnefnd.

Nú hefur rannsókn á einum afmörkuðum þætti þessarar einkavæðingar leitt í ljós að þar var heldur betur maðkur í mysu.

Við undirrituð teljum því mjög brýnt að einkavæðingin í heild verði rannsökuð og beinum því til þín að ganga í að hin þriggja manna rannsóknarnefnd verði skipuð nú þegar.

Við treystum þér, Unnur Brá, til að bregðast hratt og vel við.