Skilið húsinu framsókn!

Árið 2003 þáði Framsókn húsnæði frá Ólafi Ólafssyni, framsóknarmanni og fjárfesti. Mánuði síðar tókst honum með blekkingum að eignast banka og naut þar stuðnings framsóknarflokksins og manna innan hans.

Síðan þá hafa viðhorf Íslendinga til styrkja stjórnmálaflokka mikið breyst, og í dag væri slík gjöf til flokks kolólögleg. Því ætti framsókn að sjá sóma sinn í að skila húsinu. Fyrir því eru rík fordæmi, t.d. ætlar sjálfstæðisflokkurinn sér að endurgreiða þann styrk sem FL-group lagði fram árið 2007.

Margt annað má nýta húsið í, t.d. aðstaða fyrir heimilislausa í Reykjavík. Framsókn getur sýnt í verki að þarna sé nýr flokkur kominn sem láti sig húsnæðismál hinna allra verst stöddu á Íslandi sig varða. Eða eitthvað annað. En húsinu verða þeir að skila. Annað væri hreinlega móðgun gagnvart fórnarlömbum Ólafs Ólafssonar, sem eru allir þeir Íslendingar sem eitthvað misstu í hruninu.


Snæbjörn Brynjarsson    Contact the author of the petition