Til studnings atvinnulausum

Þessari síðu er ætlað að safna stuðningi til að þrýsta á stjórnvöld að taka á þeim fátæktar vanda sem komin er upp í Íslensku þjóðfélagi. Í stjórnarskrá Íslands stendur þetta "76.gr.[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika]"

þessi undirskriftasöfnun gæti líka heitið Til stuðnings lágtekjuhópum því það eru ansi margir sem eiga að draga lífið fram á tekjum sem duga ekki til framfærslu í dag.

það er ljóst að sú aðstoð sem er fyrir í landinu er ekki í takt við það sem þarf til að geta framfleytt sér sómasamlega og haldið reisn og virðingu.  það er himin og haf á milli þeirra upphæðar sem starfshópur velferðarráðuneytisins finnur út og þeirrar upphæðar sem til dæmis atvinnulausir eiga að lifa af, og sú upphæð á að því virðist, að duga í lengri tíma, því langtíma atvinnulausum er alltaf að fjölga.

Við skorum á stjórnvöld að gangast við atvinnuleysisvandanum og gera lífskjör þessa fólks betri með að hækka framfærsluna, það er skylda íslenskra stjórnvalda að sjá þegnum sínum fyrir framfærslu ef þeir missa vinnu eða veikjast. Þetta er ein af grunn hornsteinum sem samfélagið byggir á.

Linkur á reiknivél velferðarráðuneytisins  https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/

Síðu hefur verið komið upp á facebook og er slóðin  http://www.facebook.com/pages/Til-Stu%C3%B0nings-atvinnulausum/204472166243747?sk=wall

Frétt af vísi.is 21 mars 2011 Mesta atvinnuleysið á Íslandi af öllum Norðurlöndunum - http://www.visir.is/article/2011110329796

Áhugavert blogg þar sem höfundur týnir saman neysluviðmið og eru tölur frá Hagstofunni frá 2008 mjög áhugaverðar - http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1140538/

Frétt af Dv.is http://www.dv.is/frettir/2011/4/20/taeplega-thusund-manns-leitudu-ser-mataradstodar-i-reykjavik-i-dag/

Opið bréf til velferðarráðherra  http://www.facebook.com/notes/berglind-nanna/opi%C3%B0-br%C3%A9f-til-velfer%C3%B0arr%C3%A1%C3%B0herra/10150164900556666