Veitum íbúum á Gaza neyðarskjól á Íslandi

Gaza er vígvöllur, aftur. Árásir Ísraelshers hafa eyðilagt sjúkrahús, heimili, skóla, og drepið þúsundir. Tugþúsundir eru án húsaskjóls, fersks vatns, eða vista. Nærri 2 milljón manns óttast nú um líf sitt.

Pólitísk lausn á ástandinu í Gaza er ekki í sjónmáli. Það er hlutverk heimsbyggðarinnar að takmarka þær þjáningar sem fólk þarf að búa við.

Við skorum á íslensk stjórnvöld að veita að lágmarki 100 manns frá Gaza skjól á Íslandi eins fljótt og auðið er og kalli eftir því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að önnur lönd gangist við samskonar ábyrgð í eðlilegu hlutfalli við sinn íbúafjölda. Við skorum á stjórnvöld að fólki verði veitt ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi og tekið verði eins vel á móti því og unnt er. Þessu flóttafólki skal hjálpa við að snúa aftur til síns heima þegar því er tryggt öryggi og mannréttindi með raunverulegri milligöngu alþjóðasamfélagsins.

Þetta er ekki pólitísk lausn á þeim hörmungum sem dynja yfir íbúa Gaza, heldur eingöngu lágmarksviðbrögð til að bjarga mannslífum. Við hvetjum borgara annarra ríkja til að skora á sínar ríkisstjórnir með sama hætti.

--

Gaza is a warzone, again. Israeli attacks have destroyed hospitals, homes and schools, and have killed thousands. Tens of thousands are without shelter, potable water, or food. Almost two million people are living in fear for their lives.

There is no foreseeable political solution to the situation. It is therefore the duty of the international community to take measures to limit the suffering.

We urge the Icelandic government to grant at least a 100 people from Gaza asylum in Iceland as soon as possible, and through the United Nations, urge other nations to do the same, to a degree compatible with each country's population. We urge the authorities to grant them residents permits and work permits and that they be given as good a reception as possible. These refugees shall then be helped to return to their home once they have been ensured safety and human rights, with real guarantees from the international community.

Let it be clear that this is not meant as a political solution to the crisis that is happening in Gaza now, but a minimum initiative to save human lives. We encourage citizens of other nations to urge their own governments to adopt these emergency measures.