Björgun úr Bryggjuhverfinu

Við, íbúar Bryggjuhverfisins í Grafarvogi, hvetjum borgaryfirvöld og fyrirtækið Björgun til að semja sem fyrst um flutning fyrirtækisins út úr Bryggjuhverfinu. Lausn er til staðar en borgaryfirvöld hafa boðið fyrirtækinu nýja staðsetningu.

Forsaga málsins er eftirfarandi. Í meira en áratug hafa íbúar sýnt mikla þolinmæði en um leið liðið fyrir það að hverfið hefur ekki þróast eins og upphaflega var áætlað vegna þess að fyrirtækið Björgun er með plássfreka starfsemi í hverfinu. Fyrir vikið hefur þjónusta ekki myndast í hverfinu, skipulag vega inn og út úr hverfinu er óklárað og óhreinindi fylgja starfsemi Björgunar, sem er malartaka af sjávarbotni og söfnun í hauga á svæðinu. Áhrifin eru að ánægja af því að búa í hverfinu er minni og íbúðaverð hefur haldist langt undir því sem eðlilegt má teljast í nýju og fallegu borgarhverfi á besta stað. Íbúarnir hafa þurft að bera kostnaðinn af þessu ástandi. Nú er lausn í sjónmáli og mælirinn löngu orðinn fullur. Kominn er tími á að setja hagsmuni og rétt íbúanna í forgang. Rjúfa þarf gíslingu Bryggjuhverfisins með flutningi fyrirtækisins til að hverfið geti haldið áfram að þróast.

Undir þetta skrifa eftirfarandi íbúar Bryggjuhverfisins:


Þorsteinn Þorgeirsson    Contact the author of the petition