Við mótmælum sýningu Mike Tyson á Íslandi

Eldur

/ #7

2015-07-04 17:17

Ég á rosalega erfitt með að átta mig á hvaða boðskapur liggur hérna undir. Eru feministar að fara bakdyramegin í því að styðja dauðarefsingar? Ég ætla ekkert að tjá mig um mál Tyson enda þekki ég ekki til þess. Nauðganir eru viðbjóðslegar sama hvort kona eða karl er gerandi eða þolandi. En við búum við kerfi þar sem markmið fangelsisvistar er betrun. Og ég sé að þessi maður hefur setið inni fyrir sinn glæp og þannig greitt samfélaginu fyrir brot sitt. Er boðskapurinn sá að þó að afplánun sé lokið og maðurinn með dóm að honum eigi að ýta úr samfélaginu og útskúfa, og þar að leiðandi auka líkur á að ýta honum út í frekari glæpamennsku. Rannsóknir sýna að slík framkoma eykur líkurnar á frekari brotum. Eruð þið þá ekki í raun að segja að dauðarefsingar séu lausnin á þessu til að samfélagið verði öruggara?