Við mótmælum sýningu Mike Tyson á Íslandi

H.V.

/ #11 Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki?

2015-07-04 23:24

Góðan daginn kæru aktivista og tek það fram að ég ber fulla virðingu fyrir málstað ykkar og hef oft stutt ykkar mál þegar þið hafið góð rök fram að færa í umræðunni. En í þetta skipti get ég ekki tekið undir með ykkur.

Þó svo að ég muni ekki fara á sýninguna með M. Tyson og finnst í raun ekkert merkilegt að hann sé að koma til landsins þá verð ég að taka upp hanskann fyrir hann. Það er enginn réttlæting fyrir því hvaða brot hann framdi af sér og mér dettur ekki í hug minnka þá sekt. En það eru tvær aðrar ástæður fyrir því að mér í raun finnst þessi undirskriftarsöfnun sorgleg.

1. M.Tysons var handtekinn, sakfelldur og sat inni fyrir brot sín. Hugsunin á bak við fangelsins eru að þeir sem sakfelldir verða taki út refsingu sína. Einnig er hugsunin að vistin er nýtt sakborningi til betrunar og upplýsingar á hans/hennar brotum. Þegar afplánun er lokið er leitast við að sakfelldir einstaklingar geti gengið aftur inn í samfélagið sem betri borgarar. Hvaða skilaboð er þessi undirskriftalistar að senda til allra þeirra sem eru í þessum sporum í dag. Skilaboðin eru ekki uppbyggjandi.

2. Ef einhver er sekur um glæp gegn öðrum á þá að svipta einstaklinginn ferðafrelsinu. Er ekki þar að vera brjóta á grundvallar mannréttindum. Ef svo er er réttlætanlegt að gefa afslátt á mannréttindum. Ef svo er, hver á að dæma úr um hvenær afslátturinn er réttmætur og hvenær ekki.

Vona að þið takið þessum pósti sem innlegg inn í umræðuna.

Bestur kveðjur.