Tryggjum leikskólaúrræði í Hlíðahverfi.


Guest

/ #1

2016-04-29 12:27

Einnig má benda á að í þessari viku var hafist handar af hálfu SS-byggir framkvæmdir við byggingu seinni blokkar við Undirhlíð.
Skipulagsnefnd hefur í þessari blokk horfið frá þeim kvöðum um lágmarksaldur 50 ára eins og var sett á fyrri blokkina. Þær kvaðir voru settar á til að takmarka barnafólk sökum þess að ekki var talið að Glerárskóli myndi ráða við þann fjölda barna sem myndi flytja þangað.
Ljóst er að í þær tæplega 40 íbúðir sem verið er að byggja mun væntanlega ungt fólk vilja flytja í enda er hverfið rótgróið og lítið rask vegna framkvæmda um komandi ár.
Búast má við að um 20-40 börn munu árið 2018 þegar framkvæmdum lýkur flyta í hverfið.