Ólafur Ragnar: Við skorum á þig að hætta!

Quoted post

Jóhann Hauksson

#63

2016-04-18 21:25

Án þess að vera talsmaður ÓRG þá get ég ekki orða bundist yfir þeirri undirskriftasöfnun sem nú er farin af stað, þar sem skorað er á ÓRG að hætta við framboð sitt til forseta Íslands.

Þetta er ein ólýðræðislegasta undirskriftasöfnun sem ég man eftir, en hér er verið að reyna að hafa áhrif á hvað fólk fær að kjósa um í næstu forsetakosningum.

Á sem sagt ekki að leyfa almenningi að velja með kosningum, sem er hornsteinn lýðræðisríkis, hvern það vill sem forseta? Má bara velja milli einstaklinga sem eru ákveðnum hópi þóknanlegir?

Þetta er bara einfalt í mínum huga. Ef menn vilja ekki ÓRG áfram sem forseta þá bara kjósa einhvern annan! Það er rétti vettvangurinn ef menn vilja breytingar. Að reyna að útiloka frambjóðanda fyrir kosningar með þrýstingi er bara gert í ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við.

Replies

Íslandus

#145 Re:

2016-04-19 23:56:21

#63: Jóhann Hauksson -  

Það á  sem sagt ekki að leyfa almenningi að velja með kosningum, sem er hornsteinn lýðræðisríkis, hvern það vill sem forseta? Má bara velja milli einstaklinga sem eru ákveðnum hópi þóknanlegir?þeir sem standa að þessari söfnun taka einkahagsmuni framm yfir þjóðarhagsmuni og vinna fyrir þá sem eru á móti lýðræði.Dagur b Eggertsson er einn af þeim!Hann virti 70 þúsund atkvæði að vettugi í flugvallarmálinu asamt fleiri borgarfulltrúum og neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið! það á að hlusta á rödd fólksins á hverjum tíma og fara eftir því semfólkið vill  góðir menn.