Mótmælum að neyða Íslensk börn úr landi til ofbeldisfulls föður!

Við undirrituð, skorum á þingmenn, að beita sér fyrir því, að réttlæti og öryggi

Emmu Sóldísar,(6)

Matildu Sóldísar, (5)

Míu Sóldísar (3)

Sóloni Svan (13)

verði tryggður, meðan þau sæta nauðungarflutningi til Danmerkur, gegn vilja þeirra og móðurinnar, og bíða niðurstöðu í dómsmáli þar í landi um endanlegt forræði yfir börnunum.

Við mótmælum dómi Hæstaréttar þar sem ekki var tekið tillit til barnanna og krefjumst að dómurinn verði endurskoðaður með tilliti til gagna málsins.

Við krefjumst þess að börnin fái að vera hér á Íslandi þar sem þau eru örugg , ánægð og stunda skóla og leikskóla, meðan dæmt er í foræðismálinu í Danmörku.

Þessar aðferðir að þvinga börn til að fara á stað sem þau vilja ekki vera á og til ofbeldisfulls föðurs eru skelfilegar og ekkert barn ætti að þurfa þola það!

Að okkar mati er þetta mannréttindarbrot og brot á barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna.

Móðir barnanna, Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, og börnin hennar þurfa bæði á lögfræðilegum og fjárhagslegum stuðningi að halda, þar til forræðisdeilan hefur verið endanlega til lykta leidd. Þau eru öll íslenskir ríkisborgarar og eiga ekki annarra kosta völ í nauðum sínum en að reiða sig á virkan stuðning íslenskra stjórnvalda. Andleg og líkamleg velferð barna og móður er í húfi.

 


Ragnheiður, Hjordis og stefán Svan    Contact the author of the petition