Mótmælum að neyða Íslensk börn úr landi til ofbeldisfulls föður!


Guest

/ #27 sigur

2011-03-14 15:39

ég tala hér af eigin reynslu og úr eigin hjarta.
það að alast upp við ofbeldi er mjög skemmandi fyrir allt lífið. maður verður mjög efinns um manneskjur og hættir að treysta. maður lærir að lesa inn í aðstæður á þann hátt að maður finni út hvernig maður á að haga sér. ég hætti að þekkja sjálfan mig, vegna þess að ég þurfti alltaf að vera í einhverju hlutverki til að þóknast pabba. gat ekki bara verið ég og liðið eins og mér leið. þannig að ég lærði að bæla mig tilfingalega. Svo auðvitað lærði ég að ljúga mjög snemma til að koma mér undan barsmíðum,, svona þar til það komst upp. Bjó í miklum ótta og var sjaldan örugg.
ef mamma mín hefði ekki skilið við Pabba og farið í kvenna athvarfið þegar ég var á níunda ári veit ég að ég væri örugglega mun verr stödd í lífinu. ég tek það fram að pabbi minn er Alki og fíkill, ef ég hefði ekki kynnst Al-Anon fyrir 7 árum þá væri ég pottþétt í mjög slæmum málum jafnt andlega og líkamlega. Án jafnvægis og hamingju.

ég fagna þínu framtaki hugrakka kona og gangi þér og börnum þínum rosa vel, Guð veri með ykkur.