Við mótmælum sýningu Mike Tyson á Íslandi

Quoted post

H.V.

#11 Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki?

2015-07-04 23:24

Góðan daginn kæru aktivista og tek það fram að ég ber fulla virðingu fyrir málstað ykkar og hef oft stutt ykkar mál þegar þið hafið góð rök fram að færa í umræðunni. En í þetta skipti get ég ekki tekið undir með ykkur.

Þó svo að ég muni ekki fara á sýninguna með M. Tyson og finnst í raun ekkert merkilegt að hann sé að koma til landsins þá verð ég að taka upp hanskann fyrir hann. Það er enginn réttlæting fyrir því hvaða brot hann framdi af sér og mér dettur ekki í hug minnka þá sekt. En það eru tvær aðrar ástæður fyrir því að mér í raun finnst þessi undirskriftarsöfnun sorgleg.

1. M.Tysons var handtekinn, sakfelldur og sat inni fyrir brot sín. Hugsunin á bak við fangelsins eru að þeir sem sakfelldir verða taki út refsingu sína. Einnig er hugsunin að vistin er nýtt sakborningi til betrunar og upplýsingar á hans/hennar brotum. Þegar afplánun er lokið er leitast við að sakfelldir einstaklingar geti gengið aftur inn í samfélagið sem betri borgarar. Hvaða skilaboð er þessi undirskriftalistar að senda til allra þeirra sem eru í þessum sporum í dag. Skilaboðin eru ekki uppbyggjandi.

2. Ef einhver er sekur um glæp gegn öðrum á þá að svipta einstaklinginn ferðafrelsinu. Er ekki þar að vera brjóta á grundvallar mannréttindum. Ef svo er er réttlætanlegt að gefa afslátt á mannréttindum. Ef svo er, hver á að dæma úr um hvenær afslátturinn er réttmætur og hvenær ekki.

Vona að þið takið þessum pósti sem innlegg inn í umræðuna.

Bestur kveðjur.

 

Replies

This post has been removed by the author of this petition (Show details)

2015-07-04 23:47:33



Guest

#15 Re: Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki?

2015-07-05 02:39:40

#11: H.V. - Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki? 

 Varðandi atriði 1:
Þú vísar í betrunarvist og þá vil ég leggja áherslu á að enn þann dag í dag gengst hann ekki við glæpnum sem hann var dæmdur fyrir. Hann gerir lítið úr honum, afneitar honum, afbakar, afsakar og réttlætir. 
Sjálf mundi ég ekki mótmæla ef maðurinn hefði sýnt iðrun.

Hrefna Svanborgar Karlsdóttir

#19 Re: Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki?

2015-07-05 17:28:01

#11: H.V. - Undirskirftasöfnun til höfuðs réttarríki? 

Varðandi fyrra atriðið vil ég ítreka það sem kemur fram í athugasemd #15 en það er að Tyson hefur aldrei tekið ábyrgð á gjörðum sínum, hann gerir ítrekað lítið úr ofbeldinu og talar niður til kvenna trekk í trekk. Orðræðan sem hann viðhefur um konur er í raun næg ástæða til þess að mótmæla sýningu hans, svipað og komu Franklins Graham á Hátíð vonar fyrir um tveimur árum var mótmælt vegna viðhorfa hans og áróðurs gegn samkynhneigðum. Því miður er það einnig þannig að fangelsisvist jafngildir ekki betrun þó kerfið sé ætlað til þess. Betrun hlýtur að fela í sér iðrun og vilja til að breyta rétt. Því miður hefur Tyson lítið breyst síðan á upphafi feril síns hvað varðar viðhorf hans til kvenna. Varðandi það hvaða skilaboð listinn sendir til fólks þá tel ég að þau séu á þá leið að hver og einn verður að taka ábyrgð á því ef hann fremur kynferðisbrot. 

Ferðafrelsi einstaklings (atriði númer tvö) kemur því lítið við hvort það þykir heppilegt að Tyson fái að halda sýningu sína hér eða ekki. Hann getur ferðast eins og hann vill um allt land en þessi listi snýst um að upphefja ekki einstakling sem sýnir óásættanlega hegðun sem felst í því að niðurlægja konur og að taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum.