Mótmæla flutningi og skerðingu starfsemi Punktsins Rósenborg Handverksmiðstöð fyrir alla

Comments

#205

Starfsemi Punktsins ætti að styrkja og efla. Akureyrskt samfélag á að vera í fararbroddi þegar kemur að því að hugsa um velferð og hagsæld íbúa. Punkturinn var eitt af því fallegasta sem kom út úr hruni verksmiðjanna á sínum tíma og það ætti að vera stolt bæjarins að halda úti þessari starfsemi.

Þuríður Kristjánsdóttir (Reykjavík , 2019-12-12)

#208

Þekki marga sem hafa nýtt sér þetta og allir eru að læra hver af öðrum. Þekki töluvert af fólki sem hefur nýtt sér Punktinn eftir atvinnumissi. Þessi staður hefur komið mörgu fólkið aftur út í lífið

Sigurveig Björnsdóttir (Reykjavík, 2019-12-13)

#209

Ég er þeirrar skoðunar að Punkturinn hefur verið ómetanlegur mörgu fólki bæði öryrkjum, atvinnulausum ofl. Það starf sem unnið er á Punktinum er ómetanlegt mörgum félagslega, því það spornar við að fólk einangrist heima hjá sér, því þá er mikil hætta á að einmannakennd fari að hrjá fólkið og þá er hætta á þunglindi og depurð, sem er sorglegt . Á Punktinum mæta allir alúð og kennslu hjá starfsfólki án fordóma. Svo áfram Punkturinn.

Eygló Kristjánsdóttir (Grenivík, 2019-12-14)

#212

Punkturinn er mjög mikilvæg starfsemi!!!

Karólína Rós Ólafsdóttir (Akureyri , 2019-12-16)

#215

Virkilega flott starfsemi sem á fullan rétt á sér á þessum stað, hugum að velferð bæjarbúa sem þurfa virkilega á þessari þjónustu að halda, þetta hús getur ekki nýst undir betri starfsemi, skora á bæjaryfirvöld á hreyfa ekki við þessu í núverandi mynd.

Aníta Júlíusdóttir (Akureyri, 2019-12-18)

#218

Ég vill geta haft svæði til að gera allskonar handavinnu og hitta annað fólkk.

Ingibjörg Richardson (Akureyri, 2020-01-01)

#221

Hvernig dettur ykkur, stjórnendum Akureyrarbæjar, í hug að loka Punktinum og flytja starfsemina upp í Víðilund þar sem ekki er nóg pláss fyrir allt það frábæra er fram fer í Punktinum. Hafið þið hugsað um aðgengi fyrir fatlaða, fjölbreytnina sem höfðar til svo margra og það frábæra starfsfólk sem þjónustar okkur í þessari handverkssmiðju; fær það allt vinnu upp í Víðilundi? Ef þetta er liður í sparnaðaraðgerðum, lítið þá til annarra stofnana á ykkar vegum, þar mætti ef til vill sýna meira aðhald. Ef húsnæðið á að fara í hendur annarra ættuð þið að geta fundið því pláss í einhverju húsnæði á ykkar vegum.

Hrefna Frímann (Akureyri, 2020-01-08)

#224

Dásamlegur staður félagslega og andlega fyrir alla sem eru ekki i dagvinnu og vilja félagsskap, samverstundir með öðru fólki og/eða skapandi/örfandi stund. Frábær staður og starfsemi. Ómetanleg starfsemi.

Kristjana Krüger Nielsdottir (Akureyri (Sollentuna,Svìþjóð líka), 2020-01-11)

#258

Ég stið þetta verkefni.

Ásgrímur Ágústsson (Akureyri, 2020-01-13)

#269

Mér finnst Punkturinn í þeirri mynd sem hann er alveg nauðsynlegur og starfsemin sem þar fer fram rúmast ekki í Víðilundi. Svo þurfa eldri borgarar á Akureyri að hafa stað sem er bara ætlaður fyrir þeirra starf og námskeið.

Aðalbjörg Kristjánsdóttir (Akureyri , 2020-01-14)

#270

Punkturinn heldur uppi starfsemi sem stuðlar að félagslegri endurhæfingu, starfsendurhæfingu, afli gegn kvíða og streitu, minnkun félsgslegrar einangrunar, hvatningu til sköpunar og tjáningar, og þversamfélagslegri menningu þar sem einstaklingar úr hvaða samfélagshóp sem er geta stutt hvor annan fordómalaust í heimilislegu umhverfi að eigin frumkvæði. Þessi einstaki vettvangur er lífæð ótal Akureyringa og ætti að fá frekari stuðning, ekki sitja á hakanum.
Flutningur í Víðilund er kjánaleg hugmynd og augljóslega ekki byggð á gagnrýnni skoðun á aðstæðum, hvorki varðandi starfsemi Punktsins né núverandi nýtingu Víðilundar.

Þórey Ómarsdóttir (akureyri, 2020-01-14)

#272

Það er nauðsyn að hafa punktinn starfandi áfram

Karen Tulinius (Akureyri, 2020-01-14)

#274

Einn af stofnendunum og þörfin hefur ekkert minnkað

Ingvar Engilbrtsson (Akureyri, 2020-01-16)

#276

Bryndís Arna Reynisdóttir

Bryndís Reynisdóttir (AKUREYRI , 2020-01-16)

#290

Það verður að vera staður fyrir alla.

Guðný Ingibjörg Einarsdóttir (Reykjavik, 2020-01-30)

#297

Ég fer á Puntinn þegar ég get, en mun ekki geta það ef hann verður fluttur

Soffía Líndal (Akureyri , 2020-03-11)



Paid advertising

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...