Vallarbúar og aðrir Hafnfirðingar skora á Landsnet að flýta niðurrifi háspennulína

Quoted post

Guest

#5 #5

2014-05-14 21:41

Mig minnir að það hafi verið 2006 á fundi i Hafnarborg þar sem Lúlli hafi lofað að spennistöðin yrði færð og línurnar settar í jörð og þetta átti bara gerast mjög fljótlega eða innan 5 ára.
Þeir leiðrétta mig sem muna þetta betur.
Þetta var áður en Alcan bauðst til að fjármagna lagningu línunar í jörð ef stækkunin á álverinu yrði samþykkt.

Replies

Ófeigur Friðriksson
The author of this petition

#6 Re: #5

2014-05-25 13:05:56

#5: Guest - #5

Loforðið sem hann gaf, var í raun framlenging á loforði og samningum við Landsnet, enda var verkefnastaðan þannig á þeim tíma að fara átti í stórtækar framkvæmdir á Suðurnesjum.  Svo kom hrunið og verkefnin á Suðurnesjum féllu niður, þar með taldi Landsnet sig ekki geta farið í þessar framkvæmdir, sem kosta nokkra milljarða.  Nú eru hins vegar verkefni að hefjast á Suðurnesjum sem ættu að geta komið Landsnet af stað.  Þess vegna er mikilvægt að það koma þrýstingur frá bæjarbúum, ásamt þeim þrýsting sem bæjaryfirvöld hafa verið með í þessu máli.